Ólafur Liljurós, leikrit 3. bekkjar

Ólafur Liljurós – vel heppnuð sýning.

Ólafur Liljurós, leikrit 3. bekkjarFimmtudaginn 5. janúar sýndi 3. bekkur leiksýningu um Ólaf Liljurós. Tónlistar- og leiklistarhópur söng og lék kvæðið og myndlistarhópur bjó til mjög fallegar álfahatta- og kórónur. Í lokin dönsuðu krakkarnir í tónlistarhóp frumsaminn dans við kvæðið Sjö sinnum sjö í nútímaútgáfu. Öðrum bekk var sérstaklega boðið á sýninguna. Einnig horfðu hinir þriðjubekkjarhóparnir á og einn fjórði bekkur. Voru áhorfendur allir til fyrirmyndar. Það var líka mjög gaman að sjá hvað margir foreldrar og aðrir aðstandendur gátu komið á sýninguna. Allt tókst vel hjá nemendum sem lögðu sig alla fram. Hér eru myndir af sýningunni góðu.

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=109615

Posted in Fréttir.