lesummeira

Lesum saman

lesummeira

Ágætu nemendur, kennarar og foreldrar.

Þá er að hefjast önnur umferð í spurningakeppninni  „Lesum meira“ og mikilvægt að allir nýti tímann sem best til lestrar. Hér má finna blað um reglur keppninnar og hvaða bækur eru á vallistum. Við hvetjum alla til að kynna sér blaðið vel.

Hvert bekkjarlið á sér sinn lit og hér er listi yfir bekkjarliðin og hvaða liti þau eiga. Einnig koma hér fram keppnisdagar og hvaða lið muni keppa í annarri og þriðju umferð.  Að lokum hvetjum við ykkur til að vera dugleg að afla bóka sem víðast, á almenningssöfnum, skólasafni, heima eða hjá vinum og ættingjum.

Fimmtudaginn 17. nóv. keppa 6. RH gegn 6. SÓ.  Mánudaginn 21. nóv. kl. 14:00 keppa 6. EÓ gegn 5. KP og klukkan 15:00 7. JÞS gegn 7. EJ.  Athugið að 22. nóv. verður einnig keppt tvisvar klukkan 14:00 en seinni keppnin hefst kl. 15:00. Þá keppa 5. GK og þau lið sem komast upp úr þriðju umferð.  Lokaúrslit fara síðan fram 30. nóv. kl. 17:00 á sal.

 

Gangi ykkur vel
Umsjónarkennarar miðstigs og forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla)

Posted in Eldri fréttir.