Þemaspil

Þemadagar 14. og 15. nóvember

ÞemaspilÍ dag mánudag og morgun þriðjudag 14. og 15. nóvember eru þemadagar í Álfhólsskóla þar sem við höllum okkur dálítið að raungreinunum með verkefni.  Þessa tvo daga mæta allir nemendur  kl. 8:10 og verða í þemabundnum verkefnum til kl. 13:10.   Ekki er  um skerta daga að ræða þannig að eftir það verður kennsla samkvæmt stundaskrá.  Við höfum þann háttinn á að brjóta upp bekkjardeildir og raða í hópa þvert á árganga innan stigs.

Ýmislegt skemmtilegt verður á döfinni þessa daga,  m.a. koma læknanemar og verða með kynfræðslu á unglingastigi og sömuleiðis verður svokallað stjörnutjald á mið- og unglingastigi.  Farið er fram á að þeir nemendur í bekkjardeildum sem samkvæmt stundatöflu eiga ekki að mæti í fyrsta tíma mæti eigi að síður kl. 8:10.  Verður þeim bætt þetta upp með því að þeir sleppa tíma síðar.“

Kveðja
Skafti

Posted in Fréttir.