Leiksýning 3. bekkjar um Brúsaskegg

Síðastliðinn fimmtudag, 22. september, sýndi leiklistarhópurinn í þriðja bekk leikrit sem spunnið var upp úr þjóðsögunni um Brúsaskegg.Tónlistarhópurinn sá um leikhljóð við sýningu leikaranna og stóðu allir krakkarnir sig mjög vel. Þeir voru samhentir, stoltir og glaðir. Áhorfendur voru einnig mjög ánægðir og á það jafnt við um foreldra, kennara. og aðra nemendur. Brúsaskeggur er fyrsta þjóðsagan af sex sem við vinnum með í íslensku og list- og verkgreinasmiðjum í þriðja bekk í vetur. Um er að ræða samstarfsverkefni list- og verkgreinakennara með umsjónarkennurum þriðja bekkjar.  Næsta sýning verður eftir um það bil fimm vikur.  Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á leiksýningunni.

Posted in Fréttir.