hjalmar

1. bekkur fær hjálma

hjalmarÍ dag fékk 1. bekkur hjálma að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Eldey. Allir voru glaðir með hjálmana sína og þökkuðu brosandi fyrir sig. Rík áhersla var lögð á að þau noti hjálmana sína alltaf þegar þau fara út að hjóla, ekki bara á reiðhjóli heldur líka á hlaupahjóli, línuskautum og hjólabretti. Að afhendingu lokinni voru teknar myndir af hverjum bekk með sína hjálma.

Posted in Eldri fréttir.