spurningruv2

Álfhólsskóli sigurvegari í spurningakeppni grunnskólanna

spurningruv2Spurningakeppni grunnskólanna fór fram í beinni útsendingu á Rás 2 frá Markúsartorgi í útvarpshúsinu í kvöld. Það voru Hólabrekkuskóli úr Breiðholtinu og Álfhólsskóli úr Kópavogi sem kepptu til úrslita. Spyrill í keppninni var Ágúst Bogason en dómari og spurningahöfundur var Hannes Daði Haraldsson. Mjög jafnt var með liðunum en á endanum náði Álfhólsskóli að vinna. Sigurliðið var þannig skipað: Hinrik Steindórsson, Gunnar Oddur Hafliðason og Bolli Magnússon.  Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og vonum að þeir haldi áfram uppi merki skólans í keppninni.  Hér er krækja á útsendinguna á Rás 2.

Posted in Fréttir.