skaksveitsilfur2

Álfhólsskóli í öðru sætinu

skaksveitsilfur2Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram um helgina. Að loknum fyrri keppnisdegi voru heimamenn í a-sveit Rimaskóla með nauma forystu á Álfhólsskóla – áður Hjallaskóla og Digranesskóla, og báru þessar sveitir af öðrum sveitum. Sveitirnar höfðu mæst í 5. umferð og skilið jafnar eftir hörkuviðureign. Í sjöttu og sjöundu umferð má segja að úrslit mótsins hafi ráðist. Á meðan að Rimaskóli vann viðureignir sínar 4-0 tapaði Álfhólsskóli niður vinningum gegn sterkum sveitum Grunnskóla Vestmannaeyja og Melaskóla. Álfhólsskóli var vel að öðru sætinu kominn.  Íslandsmeistari barna, Dawid Kolka, tefldi á 1. borði og Smári Rafn Teitsson þjálfari sveitarinnar. Því má segja að Álfhólsskóli sé næstbesti skákskóli landsins – bestur í Kópavogi í flokki barnaskólasveita, 1. -7 bekk.  Ekki nóg með það heldur erum við best í Kópavogi í sama aldursflokki, tökum við þeirri krúnu af Salaskóla, sem hefur haldið henni óslitið síðasta áratug, þ.e. þar til nú. Lið okkar var skipað snillingunum Dawid, Róberti Leó, Felix og Töru Sóley, en hún vann til borðaverðlauna á 4. borði með 8 vinninga af 9. Smári Rafn átti afmæli á mótinu og var hæstánægður með þessa afmælisgjöf! Óskum við liðinu okkar til hamingju með titilinn og vonum að þau haldi áfram að standa sig vel fyrir hönd skólans. Hér eru myndir af mótinu.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=71649

Posted in Eldri fréttir.