Skólanámskrá

Skólanámskrá Álfhólsskóla

Samkvæmt lögum skal árlega gefa út skólanámskrá í hverjum skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir því að hún sé unnin, gefin út og kynnt. Skólanámskrá skal vera nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla en jafnframt gefur hún kost á að laga fyrirmæli aðalnámskrár að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum, draga þessi sérkenni fram og nýta þau til eflingar námi og kennslu. Aðalnámskrá setur skólum almenn viðmið en það er aftur á móti hvers skóla að útfæra þau nánar í skólanámskrá bæði með tilliti til þess nemendahóps sem stundar nám í skólanum sem og þeirra kennsluhátta sem skólinn aðhyllist. Skylt er að leggja skólanámskrá fyrir foreldraráð skólans til umsagnar ár hvert með góðum fyrirvara auk þess að kynna hana fyrir nemendaráðum. Að loknu umsagnarferli skal skólanámskrá lögð fyrir skólanefnd til samþykktar (af vef Menntamálaráðuneytisins).

Posted in Skólanámskrá.