Námsver fyrir einhverfa

Námsver fyrir einhverfa í  Álfhólsskóla
Sérdeild Álfhólsskóla fyrir einhverfa starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem Dr.Eric Schopler hannaði og setti fram eftir áralangar rannsóknir á bestu kennsluleiðum fyrir nemendur með einhverfu. Fyrstu deildirnar voru starfræktar í Chapel Hill og Raleigh í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum. Í dag er unnið eftir TEACCH hugmyndafræði út um allan heim og hefur verið sýnt fram á langtíma árangur af notkun hennar.
Hugmyndafræðin stuðlar að því að leggja grunn að sjálfstæði einstaklingsins, sem hann fær að æfa strax á fyrstu dögum skólagöngunnar. Nemandinn fær sjónrænar vísbendingar sem stuðla að frumkvæði og markvissum æfingum í lausnaleitum.
Meginmarkmið deildarinnar er að nemendur verði eins sjálfstæðir og ábyrgir fyrir sínu námi og sinni hegðun eins og mögulegt er.
Unnið er að því að virkja sem mest jákvæða þætti, sterkar hliðar og efla þannig jákvæða sjálfsmynd nemendanna.
Forstöðumaður námsvers einhverfra í Álfhólsskóla er Guðlaug Snorradóttir
TEACCH þjónustukerfið
TEACCH þjónustukerfið (Treatmennt and Education of Autistic and related Communication handicapped CHildren), er upprunið í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða alhliða þjónustu við einstaklinga með einhverfu og fjölskyldur þeirra, frá því að þeir fá greiningu til fullorðinsára.
TEACCH þjónustukerfið, sem myndar ramma um allt það starf sem fram fer í Sérdeildinni, er rauði þráðurinn í starfinu. Lykilorð aðferðafræðinnar er skipulag, sem felur í sér eftirtalda þætti:
– umhverfi og verkefni eru sjónræn og greinileg
– sýnir greinilegt upphaf og endi
– yfirfærsla á námi ( að læra við mismunandi aðstæður )
– endurtekning (þörfin fyrir reglu)
– sjálfstæði (að geta framkvæmt athafnir án aðstoðar)
– foreldrasamstarf (samvinnu við foreldra og þátttöku þeirra í skipulaginu)

Inntaka nemenda í sérdeild einhverfra.  Skipurit.pdf
Posted in Námsver fyrir einhverfa.