Nemendaráð Öll sem eitt

Í Álfhólsskóla er starfandi nemendaráð Öll sem eitt. Nemendur gegna starfi nemendafulltrúa Öll sem eitt í eitt ár í senn. Umsjónarkennarar velja fulltrúa í 2.-5. bekk. Í 6.-10.bekk bjóða nemendur sig fram. Allir sem bjóða sig fram skila inn greinagerð um það hvað þeir vilja fá út úr fulltrúastarfinu og hvers vegna þeir telji að þeir eigi heima í ráðinu. Allir þeir sem skila fullnægjandi greinargerð fá að sinna hlutverkinu. Ef umsóknir eru mjög margar er dregið fjóra til sex fulltrúa úr hverjum árgangi. Í ár barst metfjöldi umsókna, eða yfir 50 umsóknir, og komust færri að en vildu.

Lögð er áhersla á að fulltrúarnir séu drífandi leiðtogar sem líða ekki einelti eða óæskilega hegðun og þori að mótmæla því. Þeir skulu sýna gott fordæmi og umgangast aðra nemendur og starfsfólk af virðingu og umburðarlyndi. ÖSE fulltrúar eru tenging á milli starfsfólks og nemenda. Þeir leita til kennara og námsráðgjafa ef minnsti grunur um einelti eða vanlíðan annars nemanda vaknar. Fulltrúarnir vinna með gildi mánaða og hjálpa umsjónarkennurum í gildisvinnu með bekknum.
Á fundi Nemendaráðs ÖSE 29. september var kosið í embætti formanns og ritara.
Formaður nemendaráðs er Hrefna Lind Grétarsdóttir og til vara Friðjón Ingi Guðjónsson.
Ritari nemendaráðs er Kristbjörg María Kjartansdóttir og til vara Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir.

Hér má lesa nánar um það hverjir sitja í nemendaráði Öll sem eitt í vetur, verkefni nemendaráðs, hlutverk fulltrúanna o.fl.

Posted in Fréttir.