Skólahlaup UMSK 2018

Skólahlaup UMSK fór fram  fimmtudaginn 4. október á Kópavogsvelli. Hlaupið er ætlað nemendum 4.-7. bekkja. Þar sem uppbrotsdagar voru á miðstigi Álfhólsskóla á sama tíma voru það einkum 4. bekkingar sem tók þátt að okkar hálfu. Þeir stóðu sig með prýði þóekki næðu þau að vinna til verðlauna.
Þrjár stúlkur úr 5. bekk tóku einnig þátt og freistuðu þess að verja verðlaunasæti sín frá því í fyrra.

Ein þeirra, Edith Kristjánsdóttir, gerði sér lítið fyrir og vann gullið, annað árið í röð. Við óskum henni til hamingju með frábæran árangur.

Posted in Fréttir.