dawidskakmeistari

Meistaramót Álfhólsskóla í skák

dawidskakmeistariFyrsta meistaramót Álfhólsskóla í skák fór fram 1. mars 2011. Dawid Kolka bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur á mótinu og sigraði af miklu öryggi, fékk fimm vinninga af fimm mögulegum og var 1,5 v. á undan næsta manni. Hann hlýtur því sæmdartitilinn Skákmeistari Álfhólsskóla. Veitt voru verðlaun fyrir þrjá efstu stráka og þrjár efstu stelpur, auk verðlaunapeninga voru skákbækur, DVD-mynd og tölvuleikur. Verðlaunahafar voru þessir:

 

Strákar

Stelpur

Gull

Dawid

Tara

Silfur

Tam

Sonja

Brons

Felix

Karen Ýr

Framundan er annars nóg að gera hjá skákkrökkunum (og þjálfaranum). 7. mars förum við upp í Salaskóla að keppa á Kópavogsmóti grunnskólasveita. Brottför með rútu (frá Digranesskóla) kl. 13:10 og komið til baka um kl. 17. Þann 17. mars verður svo Kópavogsmótið í einstaklingsflokki haldið hér í Álfhólsskóla, hefst kl. 13:30 í salnum í Hjalla. Tveim dögum síðar verður Íslandsmót grunnskólasveita og loks 2.-3. apríl Íslandsmót barnaskólaveita. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

Með kveðju,

Smári Rafn Teitsson

Posted in Eldri fréttir.