Í vikunni eru bolludagur og öskudagur sem þykja með skemmtilegri dögum hjá ungu fólki. Á bolludag mega nemendur koma með rjómabollur í nesti og snæða í nestistímanum.
Dagskrá stiga:
Yngsta stig:
Í hádeginu verða fiskibollur og litlar ísbollur í eftirmat. Öskudagur er kennsludagur en skertur dagur og lýkur kennslu og hádegismat kl. 12:00. Dægradvöl verður opin eftir það fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Á öskudag verður kennslan óhefðbundin og nemendur og starfsmenn mæta í öskudagsbúningum í skólann. Árgangarnir munu skiptast á að fara í sal skólans eiga þar samverustund og slá köttinn úr tunnunni. Í kennslustofunum munu bekkirnir síðan sauma öskupoka, föndra eða fara í leiki. Í boði er að mæta með sparinesti sem er fernudrykkur og sætabrauð af einhverju tagi t.d. snúður eða ostaslaufa.
Miðstig:
Nemendur koma í skólann kl. 08.10 og eru fyrstu tvær kennslustundirnar í heimastofu með kennara sínum. Þar munu þeir gera eitthvað skemmtilegt saman og borða nesti sem má vera sparinesti í tilefni dagsins. Síðan verður haldið í íþróttahúsið og farið leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni og lýkur kennslu og hádegismat kl. 12:00.
Unglingastig:
Á öskudag verður kennsla óskert til hádegis. 5 bekkir verða í forvarnarverkefninu Hættu áður en þú byrjar. Áhersla er lögð á tilbreytingu hvað varðar klæðaburð.
Við vonum að nemendur og starfsmenn eigi saman skemmtilegan öskudag.
Með góðri kveðju
Skólastjórnendur