Nýjustu fréttir
Dagskrá vorannar 2014
Hér eru drög að dagskrá FFÁ vorið 2014:
Skólakór Álfhólsskóla á Styrktartónleikunum Hönd í Hönd
Á haustönn 2013 stóð Kvennakór Kópavogs fyrir styrktartónleikunum Hönd í hönd, sem er orðinn árlegur viðburður hjá þeim. Tónleikarnir fóru sem fyrr fram í Digraneskirkju og lögðu fram vinnu sína ýmsir frábærir listamenn. Skólakór Álfhólsskóla kom þar einnig fram undir stjórn […]
Ársskýrslur
Markmið með útgáfu ársskýrslu Álfhólsskóla er að gera grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fram fer í skólanum og draga fram helstu áherslur í skólastarfinu á hverju skólaári. Auk þess að fjalla um daglegt starf og veita hagnýtar upplýsingar er lagt […]
Jólamatur og rauður dagur í Álfhólsskóla
Í dag var rauður dagur í Álfhólsskóla. Nemendur og annað starfsfólk klæddi sig upp í eitthvað rautt og einhverjir skörtuðu jólasveinahúfum. Í hádeginu bauð skólinn uppá jólamat fyrir alla. Í boði var hangikjöt, kjúklingalæri, purusteik, reyktur lax, grafinn lax, síld og […]
Heimsókn leikskólabarna til 1. bekkinga í Álfhólsskóla
Jólagleði ríkti er börn leikskólanna heimsóttu 1. bekkinga Álfhólsskóla þann 11. desember. Boðið var uppá kakó og piparkökur. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.
Jól í Nýbúadeild
Nemendur og kennarar nýbúadeildar Álfhólsskóla héldu jólahátíð um daginn. Allir komu með jólapakka og fóru í leiki í tilefni aðventunnar. Jólabragur einkenndi hátíðina og allir höfðu gaman saman. Hér eru nokkrar myndir af hátíðinni.