Nýjustu fréttir
Stelpur og tækni
Nokkrar stúlkur úr 9. bekk Álfhólsskóla tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni. Markmiðið með viðburðinum er að vekja áhuga stúlkna á möguleikum í námi og störfum á sviði tækni. Fyrri hluta dagsins voru vinnusmiðjur í HR þar sem farið var […]
Heilsudagar 24. og 25. apríl
Heilsudagar fóru fram hér í Álfhólsskóla 24. og 25. apríl. Hjá unglingastigi byrjaði dagurinn á ávextahlaðborði og happdrætti. Fyrir hádegi voru síðan allir nemendur skólans í margskonar hreyfingu. Á yngsta stigi heimsóttu nemendur annan daginn Íþróttamiðstöðina Versali, þar sem iðkaðir voru […]
Reiðhjólahjálmar
Í dag, mánudaginn 16. apríl, komu Kiwanismenn til okkar í 1. bekk og færðu öllum reiðhjólahjálm að gjöf. Takk fyrir okkur.
Blái dagurinn
Blái dagurinn, dagur einhverfunnar er föstudaginn 6. apríl. Í dag fimmtudaginn 5. apríl frumsýndu samtökin Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu nýtt fræðslumyndband í sal Álfhólsskóla að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra, 5.bekk skólans og fleiri gestum. Við það tækifæri tók ráðherra jafnframt […]
Páskafrí
Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 23. mars. Fyrsti kennsludagur eftir páska er þriðjudagurinn 3. apríl. Í dymbilvikunni, dagana 26. – 28. mars er dægradvölin opin kl. 8:00 – 16:00 fyrir þau börn sem sérstaklega voru skráð á íbúagátt þessa daga. Skráningu […]
Skólahreysti
Miðvikudaginn 21.mars keppti lið Álfhólsskóla í sínum undanriðli í skólahreysti. Keppnin fór fram í TM höllinni í Garðabæ (Mýrinni) fyrir fullu húsi áhorfenda þar sem nemendur skólans fjölmenntu og hvöttu sitt lið. Alls tóku þátt lið frá 12 skólum í Kópavogi, […]