Dagur mannréttinda barna

Þann 20.nóvember síðastliðinn var alþjóðlegur dagur mannréttinda barna. Mannréttindi barna eru okkur í Álfhólsskóla vissulega hugleikinn og fannst okkur því brýnt að nýta tækifærið og fara í umræðu og vinnu með nemendum í tengslum við mannréttindi, barnasáttmála og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

Á unglingastigi var Vinnum saman dagur í samfélagsfræði og list/verkgreinum þar sem nemendur unnu að skapandi verkefnum þvert á árganga út frá heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna. Hver hópur valdi sér einnig eitt orð í tengslum við sitt heimsmarkmið sem hópurinn skar út í vínilskera og hengdi upp á ganginum.

Á miðstigi var umsjónarkennaradagur og unnið með heimsmarkmiðin og barnasáttmálann á fjölbreyttan hátt.

Hér má sjá myndir frá þessum frábæra degi.

 

Posted in Fréttir.