Nýjustu fréttir
Tónleikar barnakórs Álfhólsskóla
Laugardaginn 26. maí hélt barnakór Álfhólsskóla glæsilega vortónleika í Hjallakirkju. Kórinn samanstendur af nemendum á yngsta stigi skólans. Fjölmenni var á tónleikunum og listamönnunum vel fagnað. Glæsileg frammistaða hjá krökkunum og kórstjórunum Silju Garðarsdóttur og Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur. Þær hafa unnið […]
Starfamessa á unglingastigi
Starfamessan fór fram í Álfhólsskóla í fyrsta skipti í morgun og gekk vel. Foreldrar og nemendur á unglingastigi hittust og áttu spjall saman. Eins var hægt að skoða ýmislegt áþreifanlegt sem foreldrar nota í daglegum störfum sínum. Við þökkum þeim foreldrum […]
Fótboltamót 7.bekkja
Nemendur í 7.bekk tóku þátt í fótboltamóti 7.bekkja í Kópavogi í Kórnum í morgun. Mótið var vel heppnað og skemmtu sér allir vel. Nemendur sýndu íþróttamannslega framkomu, stóðu sig með prýði og voru skólanum og sjálfum sér til sóma, innan vallar […]
Vortónleikar Barnakórs Álfhólsskóla
Vortónleikar Barnakórs Álfhólsskóla verða haldnir laugardaginn 26.maí kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Kópurinn
Í dag fékk Álfhólsskóli viðurkenningu frá menntaráði Kópavogs fyrir verkefnin Vinnum saman á miðstigi og Heilsudaga Álfhólsskóla. Að auki hlaut skólinn verðlaunin Kópinn fyrir verkefnið Lestrarganga í Kópavogsdal. Kópurinn er veittur fyrir framúrskarandi starf í grunnskólum bæjarins og er þetta þriðja árið í […]
Engisprettudagar
Engisprettudagar voru haldnir í Álfhólsskóla 7.-9.maí síðastliðinn. Við fengum til okkar kennsluráðgjafa frá Kópavogsbæ og vorum með uppbrot í þrjá daga þar sem nemendur á mið- og unglingastigi fóru í litlum hópum á 17 mismunandi stöðvar sem allar snerust um upplýsingatækni, […]