Nýjustu fréttir
Útskrift
Fimmtudaginn 6.júní útskrifuðust 63 nemendur í 10.bekk úr Álfhólsskóla við hátíðlega athöfn í sal skólans Hjallameginn. Athöfnin hófst á ræðu skólastjóra og afhendingu viðurkenninga til nemenda. Eyrún Didziokas og Helga Fanney Þorbjarnardóttir fluttu kveðju fyrir hönd nemenda. Við athöfnina flutti Viktoría […]
Álfhólsskóla er slitið
Skólaslit Álfhólsskóla fóru fram fyrir fullum sal föstudaginn 7.júní kl. 12 í Íþróttahúsinu Digranesi. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði, barnakór Álfhólsskóla söng og skólastjóri flutti skólaslitaræðu þar sem farið var yfir starfsemi skólans á skólaárinu og fluttar þakkir til nemenda, starfsfólks og foreldra. […]
Lokaverkefni 10.bekkja
Í lok síðustu viku kynntu nemendur í 10.bekk lokaverkefnin sín. Alla vikuna höfðu nemendur unnið að verkefnum sínum en lögð var áhersla á að þau fælu í sér einhverja sköpun, nýlundu og afurð sem gæti nýst samfélaginu á einn eða annan […]
Vordagar
Í vikunni höfum við í Álfhólsskóla verið með vordaga, uppbrotsdaga með áherslu á hópefli og gildi skólans menntun, sjálfstæði og ánægju. Nemendur hafa farið í hinar ýmsu vettvangsferðir, unnið að skapandi verkefnum, tekið þátt í fjölgreindarleikjum og sleikt sólina. Dæmi um […]
Landnámshátíð
Landnámshátíðin var haldin hátíðleg á Víghól í gær. Nemendur í 5.bekk hafa verið að vinna að samþættum verkefnum um landnám íslands í samfélagsfræði, list- og verkgreinum. Landnámshátíðin er einskonar uppskeruhátíð eftir þá vinnu. Dagurinn hófst á skrúðgöngu frá Hjalla með viðkomu […]
Risastórar smásögur
Menntamálastofnun, KrakkaRÚV og Sögur – samtök um barnamenningu standa að verkefninu Sögur. Einn liður í verkefninu er að hvetja börn til lesturs og skapandi skrifa. Smásagnasamkeppni fór fram á vef KrakkaRÚV og voru 21 saga, eftir 6-12 ára börn, valdar til útgáfu […]