Nýjustu fréttir

samanisatt2011

Saman í sátt í Álfhólsskóla

Saman í sátt dagurinn var haldinn í Álfhólsskóla síðasta miðvikudag.  Eins og venja hefur verið þá hittust vinabekkirnir og unnu saman.  Á dagskránni var söngur, jólaföndur og þægileg stund hjá okkur öllum.  Dagurinn tókst með ágætum og voru nemendur sem aðrir […]

Lesa meira
Fréttabréf desembermánaðar

Fréttabréf Álfhólsskóla

Jólabragur verður á skólastarfi Álfhólsskóla í desember. Kennt verður samkvæmt stundaskrá en áhersla verður lögð á að njóta þessara daga og eiga notalegar samverustundir. Dagskrá utan hefðbundinnar stundaskrár í desember og síðustu daga nóvember er kynnt í nýjasta fréttabréfi Álfhólsskóla.

Lesa meira
Sýning 3. bekkjar. Selshamurinn

Selshamurinn í 3. bekk

2. nóvember síðastliðinn sýndi 3. bekkur leiksýningu sem hópurinn vann með kennara upp úr þjóðsögunni um Selshaminn. Leiklistarhópurinn lék en tónmenntahópurinn sá um leikhljóðin ásamt því að flytja tónlist. Síðan dansaði tónmenntahópurinn; spilaði og söng í lokin.

Lesa meira

JULEFROKOST í Álfhólsskóla

Að dönskum hætti verður haldið JULEFROKOST í Álfhólskóla.  Þetta er liður í dönskunámi hjá 10. bekkingum. Undirbúningur fyrir kvöldin hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og hafa krakkarnir lagt mikið á sig.  Umsjón með frokost kvöldunum hefur verið í höndum Sóleyjar […]

Lesa meira

Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur í heimsókn

Föstudaginn 18. nóv. fengu nemendur á yngsta stigi rithöfundinn Bryndísi Björgvinsdóttur í heimsókn. Hún las úr bók sinni Flugan sem stöðvaði stríðið og börnin hlustuðu hugfangin á. Skemmtileg og áhugaverð lesning. Hér eru nokkrar myndir af heimsókninni.

Lesa meira