Nýjustu fréttir

Úrslit í spurningakeppninni Lesum meira í Álfhólsskóla
Þann 30. nóvember lauk spurningakeppninni Lesum meira en hún var á milli nemenda á miðstigi Álfhólsskóla. Á miðstigi eru tíu bekkjardeildir í 5. – 7. bekk. Lokaúrslit stóðu á milli tveggja 6. bekkjarliða sem voru mjög jöfn og þurfti bráðabana til […]

Selshamurinn í 3. bekk
2. nóvember síðastliðinn sýndi 3. bekkur leiksýningu sem hópurinn vann með kennara upp úr þjóðsögunni um Selshaminn. Leiklistarhópurinn lék en tónmenntahópurinn sá um leikhljóðin ásamt því að flytja tónlist. Síðan dansaði tónmenntahópurinn; spilaði og söng í lokin.

JULEFROKOST í Álfhólsskóla
Að dönskum hætti verður haldið JULEFROKOST í Álfhólskóla. Þetta er liður í dönskunámi hjá 10. bekkingum. Undirbúningur fyrir kvöldin hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og hafa krakkarnir lagt mikið á sig. Umsjón með frokost kvöldunum hefur verið í höndum Sóleyjar […]
Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur í heimsókn
Föstudaginn 18. nóv. fengu nemendur á yngsta stigi rithöfundinn Bryndísi Björgvinsdóttur í heimsókn. Hún las úr bók sinni Flugan sem stöðvaði stríðið og börnin hlustuðu hugfangin á. Skemmtileg og áhugaverð lesning. Hér eru nokkrar myndir af heimsókninni.

Leikskólabörn í heimsókn
Föstudaginn 18. nóv. komu börn af nokkrum leikskólum úr nágrenninu í heimsókn. Þau tóku þátt í söngstund með nemendum úr 1. bekk skólans. Allir tóku vel undir í söngnum jafnt börn sem fullorðnir. Einnig spiluðu nokkrir nemendur úr 1. bekk á […]

Lesum meira – Spurningakeppni miðstigs
Þá er ljóst hvaða lið munu keppa til úrslita í spurningakeppni miðstigs þann 30. nóv. kl. 17:00 í sal skólans. Lokaúrslit munu standa á milli 6. RH og 6.EÓ. Rauðaliðið, er lið úr bekknum Ragnheiðar Hálfdánardóttur en í því liði eru: