Nýjustu fréttir
Skólakór Álfhólsskóla
Skólakór Álfhólsskóla hefur syngjandi sveiflu frá og með mánudeginum 3. september. Kórstjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri. Skólakór Álfhólsskóla æfir í 4 hópum; Stjörnukór, Álfakór, Krakkakór og stóra Kór. Þar eru sungin lög úr ýmsum þemum, frá ýmsum löndum, í ýmsum […]
Forskólahópar tónlistarnáms í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli er í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs með forskólahópa 1 og 2, en forskólinn/flautuhópar eru fyrstu skrefin í tónlistarnámi og undirbúningur fyrir að sækja um á sitt eigið hljóðfæri síðar hvort sem er í skólahljómsveit Kópavogs eða Tónlistarskólann í Kópavogi.
Stjórnin
Stjórn foreldrafélagsins 2012-2013 Ný stjórn foreldrafélagsins var kosin á aðalfundi í maí sl. Talið frá vinstri: Gunnar Þór Jóhannesson, Sólveig B. Hlöðversdóttir, Berglind Svavarsdóttir , Hörður Sigurðsson, Anna María Bjarnadóttir, Sigurður Grétarsson, Brynhildur Grímsdóttir og Særún Sigurjónsdóttir. Á myndina vantar Selmu Guðmundsdóttur. […]
Námsgögn fyrir börn í 1. bekk
Athugið !!! Foreldrar barna í 1. bekk.Foreldrafélag Álfhólsskóla hefur fengið tilboð og gert magninnkaup á námsgögnum fyrir börn í 1.bekk, nánari upplýsingar er að finna í tölvupósti sem hefur verið sendur á foreldra barna í 1. bekk.
Skýrslueyðublað
Viðburðarnefnd – skýrslueyðublað Útbúið hefur verið sérstakt skýrslueyðublað fyrir viðburðarnefndir til að fylla út eða hafa til hliðsjónar þegar gerðar eru skýrslur eftir viðburði. Eyðublaðið má nálgast hér
Leiksýning barna á Fögrubrekku.
Miðvikudaginn 30. maí komu börn frá leikskólanum Fögrubrekku og sýndu nemendum í 1. bekk leikritið um Kardemommubæinn. Leikarar stóðu sig frábærlega vel og áhorfendur skemmtu sér vel. Hér eru myndir úr sýningu krakkanna.



