
Landnámið í fjórða sinn
Föstudaginn 18. febrúar voru 5. bekkingar með opna æfingu í salnum. Viðfangsefnið var sem fyrr Landnámið og var sett upp sem samvinna list- og verkgreinanna ásamt umsjónarkennurum bekkjanna. Leiksýningin hófst klukkan 10:30. Leiklistar- og tónlistarhópar sýndu frumsaminn þátt sem tengdist landnáminu.