Skáksveit Álfhólsskóla

Bronsverðlaun á Íslandsmóti stúlknasveita í skák

Skáksveit ÁlfhólsskólaA-sveit Álfhólsskóla vann til bronsverðlauna á Íslandsmóti stúlknasveita í skák sem fram fór laugardaginn 5. febrúar 2011. Tvær af fjórum stúlkum sveitarinnar, Tara Sóley og Sonja María, voru í liði Hjallaskóla sem vann mótið í fyrra (Ástu Sonju og Ástu Sóleyjar, sem einnig skipuðu sigurliðið 2010, var sárt saknað), en hinar tvær, Karen Ýr og Lilja Andrea, voru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru móti utan skólans. Ekki slæmur árangur að byrja ferilinn með medalíu á Íslandsmóti! Skólinn sendi líka B-sveit skipaða ungum stúlkum úr 2. og 3. bekk sem flestar eru nýlega byrjaðar að æfa, en þær stóðu sig mjög vel og eiga sannarlega framtíðina fyrir sér.

 

Úrslit:

  1. Rimaskóli          23    vinningar
  2. Engjaskóli A      16
  3. Álfhólsskóli A     14
  4. Salaskóli           14
  5. Árbæjarskóli      12,5
  6. Engjaskóli  B      12,5
  7. Hörðuvallaskóli   9,5
  8. Smáraskóli        9
  9. Kársnesskóli      6,5
  10. Álfhólsskóli B    3

Sveit Álfhólsskóla

1. borð   Tara Sóley Mobee
2. borð   Sonja María Friðriksdóttir
3. borð   Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir
4. borð   Lilja Andrea Sabrisdóttir

Liðsstjóri: Smári Rafn Teitsson

Nánar um mótið má lesa á skak.is og þar eru einnig myndir. 

Kveðja,
Smári Rafn Teitsson

Posted in Eldri fréttir.