Ljóðstafur Jóns úr Vör 2023

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. janúar.
Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs sem fyrst var haldin árið 2012 og var dómnefnd sú sama.
Fyrstu verðlaun hlaut Alexander Aron Karenarson, 9. bekk í Lindaskóla, fyrir ljóðið Krónublöð.
Önnur verðlaun hlaut Heiðar Þórðarson, 9. Bekk í Lindaskóla, fyrir ljóðið Eitt tré.
Þriðju verðlaun hlaut Þorbjörn Úlfur Viðarsson, 8. bekk í Álfhólsskóla, fyrir ljóðið Óður.

Posted in Fréttir.