Breyttur útivistartími

Þann 1.september næstkomandi tók breyttur útivistartími gildi. Hvetjum foreldra og forráðamenn til að kynna sér þessar reglur og hafa þær í huga.

Niðurstöður rannsóknar og greiningar sýna að nemendur í efstu bekkjum grunnskóla sem eru úti eftir að útivistartíma lýkur: sofa minna, nota frekar vímuefni (á líka við um koffíndrykki og nikótín), líður verr andlega og taka síður þátt í skipulagöðu íþrótta- og tómstundarstarfi. Það er því mikill hagur að fylgja þessum reglum.

Posted in Fréttir.