Skólamenningarfundir

Í Álfhólsskóla eru á hverju ári haldnir skólamenningarfundir í öllum árgöngum skólans þar sem unnið er með
skólamenningu árganga og skólans í heild. Þannig fá allir nemendur tækifæri til að koma skoðunum sínum, upplifunum og væntingum á framfæri á lýðræðislegan hátt og hafa áhrif á skólamenninguna okkar allra. Hvað við, skólasamfélagið gerum vel í skólanum og hvað við getum gert betur. Allt til að gera góðan skóla enn betri. Skólamenningarfundirnir eru með þjóðfundarstíl eins og sést á meðfylgjandi mynd frá fundi 9.bekkinga í síðustu viku.
Posted in Fréttir.