Ljóðasamkeppni grunnskólanna 2021

Árlega er haldin ljóðasamkeppni í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð.

Í gær voru úrslit kunngerð við hátíðlega athöfn í Salnum. Við erum afar stolt af okkar nemendum sem stóðu sig sérlega vel að vanda og unnu til verðlauna og viðurkenningar.

Kári Rafnar Eyjólfsson, nemandi í 5.bekk skólans hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóðið sitt Englabróðir.

Rayan Sharifa, nemandi í 8.bekk skólans hreppti þriðja sætið fyrir ljóðið sitt Lífið.

Sandra Mulamuhic Alensdóttir, hlaut viðurkenningu fyrir ljóð sitt Kvíði.  

Allir þessir vinningshafar voru leystir út með vinningum og viðurkenningum.        

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.

Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar en efnt var til samkepninnar árið 2001 í minningu skáldsins Jóns úr Vör (1917- 2000) og eru verðlaun ávallt veitt á afmælisdegi hans. Verðlaunahafar hljóta peningaverðlaun og sigurskáldið hlýtur til varðveislu í eitt ár göngustaf Jóns úr Vör. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. 

Dómnefnd fyrir Ljóðasamkeppni grunnskólanna var sú sama og fyrir Ljóstafinn en hana skipuðu Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eiríkur Ómar Guðmundsson og Kristín Svava Tómasdóttir.

Posted in Fréttir.