Stóra upplestrarkeppnin

Síðastliðinn föstudag var upplestrarhátíð 7.bekkjar í Álfhólsskóla. Sigurvegarar í skólakeppninni voru þau Sebastian Sigursteinsson Varon og Lilja Karen Sigtryggsdóttir, aðalmenn og Styrmir Hugi Sigurðarson og Margrét Ólöf Kusse Soka varamenn. Sebastian og Lilja Karen koma til með að vera fulltrúar Álfhólsskóla á Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Salnum þann 18.mars næstkomandi.
 
Allir keppendur stóðu sig afbragðs vel og áttu dómarar keppninar í mestu vandræðum við að velja fulltrúa. Á meðan þeir ræddu málin flutti Hrafnhildur Eyja Einarsdóttir eitt lag en hún sigraði söngvakeppni Pegasus á dögunum. Söngleikjaval steig einnig á stokk og sýndi eitt atriði úr væntanlegri uppsetningu þeirra á Bugsy Malone við mikinn fögnuð viðstaddra. Við óskum flottu upplesurunum okkar innilega til hamingju með árangurinn!
Posted in Fréttir.