Lokaverkefni 10.bekkja

Í lok síðustu viku kynntu nemendur í 10.bekk lokaverkefnin sín. Alla vikuna höfðu nemendur unnið að verkefnum sínum en lögð var áhersla á að þau fælu í sér einhverja sköpun, nýlundu og afurð sem gæti nýst samfélaginu á einn eða annan hátt. Síðasta föstudag héldu nemendur svo kynningar á verkefnum sínum fyrir gesti og gangandi. Verkefnin voru alveg ótrúlega flott og er verið að vinna að því að taka saman allar afurðirnar og/eða upplýsingar um þær á einn stað svo hægt sé að deila afrakstrinum. Dæmi um verkefni eru t.d. hjólað til styrktar Úganda, SF heimasíða, upplýsingabæklingur fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma, forritun tölvuleiks, bakteríuræktun, verslun án umbúða, Pólska kennd í stað dönsku, fótboltaspil og margt fleira skemmtilegt.

Posted in Fréttir.