Sumardvölin í Álfhól, dægradvöl Álfhólsskóla, fyrir verðandi nemendur í 1. bekk hefst miðvikudaginn 9. ágúst n.k. og opnar kl. 8:00.
Sumardvölin verður í Skessuhorni sem er í skólahúsinu Digranesi. Gengið er inn um aðalinngang og beygt til vinstri og gengið inn eftir ganginum. Skessuhorn er innst inni á ganginum þegar gengið er framhjá stiganum á aðra hæð.
Nánari upplýsingar um dagskrá verða sendar út í byrjun næstu viku.