Landnámshátíð 5. bekkja 2017

Þann 1.júní síðastliðinn var Landnámshátíð 5. bekkja Álfhólsskóla. Héldum við hefðbundinni dagskrá en hátíðin er uppskeruhátíð um Landnám Íslands.    Dagurinn hófst á skrúðgöngu með viðkomu í Digranesi þar sem við dönsuðum sverðadansinn fyrir viðstadda.  Haldið var áfram göngunni á Víghól og við tók vinna í hópum.  Ýmislegt skemmtilegt var í boði s.s. bakaðar lummur á pönnu, vefuð vinabönd, leikir frá landnámsöld, kubbspilið spilað, samgöngur á hestum, skilmingar með sverði og skyldi.  Dansaður var vikivaki og forn kvæði kyrjuð að gömlum sið.  Veðrið lék ekki alveg við okkur en auðvitað lét sólin sjá sig um hádegisbil en við vorum klædd eftir veðri eins og landnámsmennirnir forðum daga.  Arnoddur leiklistarkennari klippti myndband sem er hér af innkomu okkar í Digranes.  Einnig eru hér myndir af hátíðinni sjálfri og vinnunni þar.  Þess má geta að hátíðin fékk tilnefningu 2017 frá menntaráði Kópavogs. 
Posted in Fréttir.