Skapandi tónlistarmiðlun í Álfhólsskóla

Í dag var haldin sýning á tónverki í Álfhólsskóla.  Nemendur úr Listaháskóla Íslands hafa komið þrisvar í skólann og unnið með nemendum 6. bekkjar í Skapandi tónlistarmiðlun.  Hugmyndin byggist á því að unnið er með hugmyndir krakkanna og sett saman tónverk með þeim áherslum sem þeir vilja.  Hópurinn skapaði tónverk með flottum texta og voru margir hljóðfæraleikarar með sín hljóðfæri sem studdu verkið.  Allflestir nemendur 6. bekkja voru á sviði og fluttu hugarsmíð hópsins.  Framúrskarandi vinna og afraksturinn situr eftir, gleði og sköpun.  Frábær skemmtun sem nemendur Listaháskólans lögðu til handa nemendum, foreldrum og skólanum okkar.  Takk fyrir.  Hér eru myndir af tónleikunum.
Posted in Fréttir.