Grænfáninn afhentur Álfhólsskóla í fyrsta sinn

Grænfáni Landverndar var afhentur Álfhólsskóla í dag.  Viðstaddir voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Katrín Magnúsdóttir starfsmaður Skóla á grænni grein, Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri ásamt nemendum og starfsfólki Álfhólsskóla.  Athöfnin fór fram bæði í Hjalla og Digranesi og lék Skólahljómsveit Kópavogs nokkur lög.  Að sjálfsögðu gengu allir í skrúðgöngu milli staða og voru vinabekkir sameinaðir til að efla ennþá vinatengsl milli nemenda.  Vorhátíð skólans var að þessu sinni fjölbreytt og voru nokkrir hoppukastalar fengnir til að svala hreyfiþörfinni og einnig voru nemendur í annars konar leikjum t.d. hlaupa í skarðið, fótbolta o.fl.  Ánægjulegur dagur og voru grillaðar pylsur með hjálp 10. bekkinga.  Til hamingju með langþráðan grænfána og megi hann blakta og styðja ennfrekar við að endurnýta og endurvinna það sorp sem fellur til og passa uppá umhverfið okkar. Hér eru nokkrar myndir af þessum skemmtilega og viðburðamikla degi. 
Posted in Fréttir.