Höfundarheimsókn

Fimmtudaginn 11. des.  fengu nemendur unglingadeildar góða heimsókn.  Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru kom og las upp úr nýjustu bók sinni HJÁLP.  Nemendur söfnuðust saman í sal skólans og Skafti bauð alla velkomna.   Kynningin hófst með því að þrjár stúlkur úr 10. bekk lásu stutta kafla úr sögunni.  Það voru þær Hera María, Alexandra Rós og Birna Særós sem lásu.  Að lestri þeirra loknum tók Þorgrímur við og byrjaði á því að þakka stelpunum fyrir lesturinn.  Hann sagðist aldrei hafa heyrt nemendur lesa upp úr bókum sínum við svona tækifæri.  Þá sagði hann frá tilurð verksins og las síðan upp smábrot úr sögunni.  Að lokum svaraði hann nokkrum spurningum nemenda.

Álfhólsskóli þakkar þeim öllum kærlega fyrir upplesturinn.

Posted in Fréttir.