Gengið gegn einelti í Álfhólsskóla og Kópavogi

Á föstudaginn siðastliðinn gengum við í Álfhólsskóla ásamt öðrum gegn einelti í Kópavogi.  Gangan hófst hjá okkur  kl. 10:00 við Álfhólsskóla (Hjalla) og nemendur marseruðu út í leikskólana til að sækja leikskólabörnin af leikskólum í nánd við skólann okkar. Gangan endaði í íþróttahúsinu Digranesi þar sem fór fram fjöldasöngur og sameiginlegur frumsaminn dans.  Allir skemmtu sér vel og nutu samvistanna.  Hér eru myndir frá deginum af söng og gleði.
Posted in Fréttir.