Skáksveit Álfhólsskóla í Ráðherrabústaðnum

Í tilefni af sigri skáksveitar Álfhólsskóla á Norðurlandameistaramóti barnaskólasveita 2013 í Finnlandi í skák í september efndi Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Auk Norðurlandameistaranna bauð ráðherra fjölskyldum, skólastjórnendum, forystu Skáksambandsins og liðstjórum. Ráðherra óskaði Álfhólsskólanemendum, Dawid, Felix, Guðmundi Agnari, Oddi Þór og Halldóri til hamingju með árangurinn og sagði svona afrek ekki vinnast nema fyrir mikinn áhuga og stöðuga þjálfun. Sigrún Bjarnadóttir  skólastjóri flutti ávarp og þakkaði ráðherra boðið sem væri mikill heiður fyrir hina ungu afreksmenn. Skólastjóri afhenti ráðherra og bæjarstjóra Kópavogs gjafabréf og áskorun um vinaeinvígi í hraðskák.
Posted in Eldri fréttir.