365heimsokn7b

Heimsókn 7. bekkja í 365 miðla

365heimsokn7bÍ gær fór 7. bekkur EÓ ásamt nokkrum öðrum nemendum í heimsókn í 365 miðla. Vel var tekið á móti hópnum þar sem starfsemi fjölmiðla var kynnt fyrir nemendum allt frá upphafi og til dagsins í dag. Eftir það fór hópurinn í skoðunarferð um húsakynni fyrirtækisins. Meðal annars fór hópurinn í heimsókn á FM 957 en þar var útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sem tók á móti hópnum. Fengu þau smá kynningu á stöðinni ásamt því að hópurinn fékk að vera viðstaddur þegar Heiðar Austmann var í beinni útsendingu. Heimsóknin tókst afar vel og voru krakkarnir sér og skólanum til sóma. Einnig verður að þakka 365 miðlum fyrir þeirra boð en heimsóknin var afar vel skipulögð og ánægjuleg. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni.

 

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=122138

Posted in Fréttir.