Kosning foreldra í skólaráð

AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGSINS
15. MAÍ KL. 20 Í HJALLA
Stjórn foreldrafélagsins óskar hér með eftir tilnefningum og framboðum foreldra til skólaráðs Álfhólsskóla. Allir foreldrar/forráðamenn barna í Álfhólsskóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar eða starfsfólk skólans eða sitji sem kjörnir fulltrúar í skólanefnd Kópavogs. Á aðalfundi foreldrafélagsins 15. maí n.k. verður kosið til tveggja ára um annan fulltrúa foreldra í skólaráðinu og tveir varamenn kosnir til eins árs.
Nánari upplýsingar um skólaráð og verksvið þess má nálgast hér.
Tilkynningar um framboð sendist á netfang foreldrafélagsins ffalfhol@gmail.com.
Stjórn hvetur einnig foreldra/forráðamenn að gefa kost á sér til stjórnar foreldrafélagsins. Árlega er kosinn formaður, 3 stjórnarmenn og 3 til vara.

Posted in Eldri fréttir.