verdlaunalfo

Álfhólsskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák 2012

verdlaunalfoÞað mátti skera andrúmsloftið í Rimaskóla, slík var spennan, þegar síðustu umferðir Íslandsmóts barnaskólasveita fóru fram fyrr í dag. Í 6. umferð mættust toppsveitir Rimaskóla og Salaskóla. Eftir mikla baráttu fór viðureignin 2-2. Álfhólsskóli sigraði í sinni viðureign 4-0 og skaust því upp fyrir Salaskóla og Rimaskóla, með hálfan vinning í forskot. Í sjöundu umferð mættust svo Rimaskóli og Álfhólsskóli.

Fór sú viðureign 2-2 og fóru því allar viðureignir þriggja efstu sveitanna 2-2! Salaskóli var þar með kominn á toppinn eftir 4-0 sigur í sinni viðureign.Í áttundu umferð fengu Álfhólsskóli og Salaskóli 4 vinninga en Rimaskóli missti niður hálfan vinning gegn c-sveit skólans. Fyrir síðustu umferðina hafði Salaskóli því hálfs vinning forskot á Álfhólsskóla og vinnings forskot á Rimaskóla. Spennan var gríðarleg, ekkert mátti útaf bregða hjá þremur efstu sveitunum. Salaskóli mætti Smáraskóla sem hefur sterka sveit. Fór svo að Smáraskóli náði einum vinning gegn Salaskóla sem þýddi það að með 4-0 sigri myndi Álfhólsskóli tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu skólans. Síðasta skákin í þeirri viðureign var milli Dawids Kolka og Joshúa Davíðssonar. Dawid var með aðeins betra endatafl, og náði skyndilega að þjarma að kóngi Joshúa með þeim afleiðingum að úr varð mátsókn. Mátsóknin heppnaðist og 4-0 sigur staðreynd og mikil fagnaðarlæti meðal liðsmanna og aðstandana skáksveitar Álfhólsskóla brutust út. Menn réðu sér vart fyrir kæti, og tilfinningarnar báru suma ofurliði, enda áralöng vinna, mörg hundruð klukkustundir skákmanna, fjölskyldna og þjálfara sem liggja að baki. Álfhólsskóli er vel að sigrinum komin. Þeir Dawid Kolka, Róbert Leó Jónsson, Felix Steinþórsson og Guðmundur Agnar Bragason hafa teflt nokkuð lengi fyrir sveit skólans og uppskera nú ríkulega. Vert er að minnast á þátt Smára Rafns Teitssonar þjálfara og liðsstjóra sveitarinnar en Smári hefur lagt mikla rækt við þessa drengi síðustu ár. Með sigrinum vann sveitin sér rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fer fram í haust.davidrobertsmaribikar A-sveitir Rimaskóla og Salaskóla urðu í 2-3 sæti. Sveitirnar komu hnífjafnar í mark á vinningum og stigum og deila silfurverðlaunum. Sveit Rimaskóla er fráfarandi Norðurlandameistari. Nokkur nýliðun hefur orðið í sveitinni síðustu ár enda geysisterkir skákmenn gengnir upp í unglingadeild. Eitt af aðalsmerkjum Rimaskóla hefur verið áhersla á nýliðun og er það afrek út af fyrir sig að skila sveit í toppbaráttuna ár eftir ár.Sveitin verður sterk á næsta ári en aðeins Kristófer Jóel er á elsta ári. Ungir og sterkir skákmenn koma til greina í a-sveit skólans og má nefna Joshúa Nansýjar bróðir Davíðsson og Kristófer Halldór Kjartansson. Sveit Salaskóla er einnig ung, en drengirnir í sveitinni flestallir í 5. bekk. Hildur Berglind tefldi nú á sínu síðasta móti á barnaskólastigi fyrir skólann og hefur staðið sína plikt vel og teflt með skólanum í fjölda ára. Breiddin er mikil í skólanum en b-e sveitir skólans urðu allar efstar b-e sveita á mótinu og hlutu verðlaun fyrir.Fóru um 30 verðlaunpeningar til skáksveita Salaskóla samanlagt! Glæsilegur árangur. Hér eru myndir frá keppninni. 

 

Posted in Eldri fréttir.