Skapandi Tónlistarmiðlun

Á mánudag voru nemendur 7. HH og 7. EJ  í stórskemmtilegu tónlistarverkefni undir fyrirsögninni „Skapandi Tónlistarmiðlun“. 7.BH og JÞS fá samskonar verkefni í byrjun desember. Stjórnandi verkefnisins var tónlistarkennarinn Sigrún Griffiths sem starfar sem kennari og deildarstjóri  „Masters in Leadership við Guildhall School of Music and Drama“

 

Sigrún er stödd hér á landi og hélt námskeið fyrir alla tónlistarkennara, bæði tónmennta- og hljóðfærakennara.  Á laugardag og sunnudag voru því um 15 tónlistarkennarar að störfum í Álfhólsskóla og luku svo námskeiðinu með því að vinna einn dag með nemendum sem var mánudagurinn. Við í Álfhólsskóla erum að sjálfsögðu mjög heppin og glöð að fá þetta skemmtilega tækifæri og nemendur fá þarna einstakt tækifæri til að taka þátt. Unnið var með nemendum á venjulegum skólatíma, og dagsvinnunni lauk með tónleikum klukkan 13:00 eftir hádegi í sal skólans – Hjallamegin. Hér eru myndir af tónleikunum.

Takk fyrir góða tónleika
f.h. Álfhólsskóla
Guðrún og Þórdís tónmenntakennarar.

 

http://www.flickr.com/apps/slideshow/show.swf?v=107931

Posted in Eldri fréttir.