Skipulagsdagur í Álfhólsskóla

Ágætu samstarfsmenn Álfhólsskóla.
Gleðileg nýtt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.
Á morgun 3. janúar er skipulagsdagur starfsmanna. Á skipulagsdeginum verður unnið áfram með stefnumótun Álfhólsskóla undir stjórn Gylfa Dalmans. Púlsinn verður tekinn á starfseminni eftir sameiningu og staðan metin. Unnið verður með gildi og nokkrum spurningum svarað. Allir starfsmenn mæta klukkan 8:30 og stendur dagskráin til 16:00. Á þriðjudaginn 4. janúar hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Sjáumst hress og kát á morgun.

Kveðja
Magnea Einarsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir
Skólastjórar Álfhólsskóla
Posted in Eldri fréttir.