Reglur röltsins

Reglur foreldrarölts Álfhólsskóla

Megin reglan er: Að vera til staðar

 

Foreldrar hafa ekki afskipti af unglingum nema:

  • Unglingur er áberandi drukkinn.

    ~        hringja í lögregluna og fylgjast með viðkomandi unglingi þar til hún er mætt á staðinn.
    ~        Ef sami unglingur er oft áberandi drukkinn er slíkt tilkynningaskylt til unglingafulltrúa  

    • Foreldrar verða varir við sölu áfengis, landa eða annarra fíkniefna.

      ~        tilkynna slíkt strax til lögreglu og láta henni í té upplýsingar.

      • Ofbeldi og /eða hnífaburður á sér stað

        ~        hringja í lögreglu strax.
        ~        taka enga áhættu.

        • Foreldrar verða varir við partý í heimahúsi og unglingar leita aðstoðar foreldrarölts

          ~        hringja í lögregluna.
          ~        bíða fyrir utan þar til lögregla kemur.

          • Foreldrar verða vitni að skemmdarverkum

            ~        hringja í lögregluna og láta henni í té upplýsingar um máli

            Það sem ekki má:

            ~        Það má ekki vera í vondu skapi í foreldarröltinu
            ~        Það má ekki skammast í unglingum 
            ~        Það má ekki leita að áfengi á unglingum 
            ~        Það má ekki taka áfengi af unglingum 
            ~        Það má ekki hafa bein afskipti af sölumönnum áfengis og fíkniefna 
            ~        Það má ekki ráðast til atlögu við ofbeldisfulla unglinga 
            ~        Það má ekki fara inn í partý í heimahúsum 
            ~        Það má ekki segja frá hvaða börn og unglinga foreldrar eiga 
            ~        Það má ekki skrá nöfn unglinganna í dagbókina 

            Umsjónarmenn

            Posted in Foreldrarölt.