laufabraud

Laufabrauðsdagur í Álfhólsskóla

laufabraudHinn árlegi Laufabrauðsdagur verður haldinn næsta laugardag 4. desember frá kl. 12:00 – 15:00. Fjölbreytt dagskrá er í boði að vanda. 10. bekkur selur laufabrauð. 800 kr. fyrir 5 kökur, 1400 kr. fyrir 10 kökur.
Gestir skera út og við steikjum það. Hér er nánari auglýsing.Þátttakendur þurfa að koma með hnífa eða laufabrauðsjárn til að skera út, bretti og ílát/kassa undir kökurnar.

 

Ágóði, ef einhver er, rennur til 10 bekkjar.
-Hin árlega vöfflu og djússglas/ kakó /kaffisala 10. bekkjar verður á sínum stað og allur ágóði fer í ferðasjóð þeirra.

Vaffla með öllu, kakó eða kaffi 500 kr. en með djús 450 kr.

Vaffla 350 kr. kakó/ kaffi 250 kr. djús 100 kr.

Jólabasar verður á staðnum með ýmsum jólavarningi til sölu t.d. heimagert konfekt, jólaföndur og margt fleira.

Piparkökukarlar og kellur verða til sölu og hægt verður að kaupa glassúr í mörgum litum til að skreyta þær.

10 piparkökur 300 kr. og 20 stk. 500 kr.

Skólahljómsveit Kópavogs kemur og spilar jólalög.

Allir velkomnir.

Við hvetjum alla nemendur að mæta í jólastemmninguna með mömmu og pabba, systkini, ömmu og afa og aðra í fjölskyldunni sem vilja taka þátt.

 

Sjáumst á laugardaginn 🙂

Posted in Eldri fréttir.