Nýjustu fréttir

Slökkvuliðið í heimsókn

Í dag fengum við  heimsókn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þeir hittu nemendur í 3. bekk  fræða þau um eldvarnir í Eldvarnavikunni, sem er árlegt eldvarnaátak Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Nemendur voru mjög áhugasöm, fengu fræðslu og skoðuðu svo slökkviliðsbíl […]

Lesa meira

Aðventufjör Álfhólsskóla

AÐVENTUFJÖR OG FÖNDUR, laugardaginn 29. nóvember kl. 11-14. Árlegt jólafjör og föndur Foreldrafélags Álfhólsskóla verður haldið laugardaginn 29. nóvember kl. 11 – 14 í hátíðarsalnum Hjalla-megin. Við ætlum að hafa notalega fjölskyldustund með skemmtilegri og hátíðlegri jólastemningu í byrjun aðventu. Allir velkomnir, […]

Lesa meira

Góðgerðarvika Álfhólsskóla

Í tilefni af Degi mannréttinda, sem var fimmtudaginn 20.nóvember, efndu nemendur Álfhólsskóla til góðgerðarviku þar sem áhersla var lögð á góðverk, samvinnu og jákvæð samskipti, bæði í skólasamfélaginu okkar og út fyrir það. Á föstudaginn, 21.nóvember, var svo haldið upp á […]

Lesa meira

Dagur mannréttinda barna

Börn og ungmenni ræddu réttindi barna og málefni sem eru þeim hugleikin á málþingi sem efnt var til í Salnum í Kópavogi á degi mannréttinda barna, fimmtudaginn 20. nóvember. Málþingið var haldið í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og afmælis Kópavogsbæjar […]

Lesa meira

Góðgerðarvikan 2025

Í tilefni af degi mannréttinda barna þann 20.nóvember ætla nemendur í Álfhólsskóla að hafa góðgerðarviku vikuna 17.-21.nóvember. Föstudaginn 21.nóvember verður opið hús þar sem ýmiss varningur og veitingar verða til sölu. Húsið verður opið frá kl.8:30-10:00 þar sem öll eru velkomin […]

Lesa meira

Vináttudagurinn 2025

Vináttudagurinn í Álfhólsskóla var haldinn hátíðlegur föstudaginn 7.nóvember en dagurinn er einnig baráttudagur gegn einelti. Dagskráin hófst með því að vinabekkir hittust, spjölluðu og bjuggu til vinabönd í heimastofum, ýmist í Digranesi eða Hjalla. Að því loknu sóttu vinabekkirnir leikskólabörn af […]

Lesa meira