Valið í 9. og 10. bekk

Val vorannar 2018 hefur verið fært inn í stundatöflur nemenda. Eftirtaldir valhópar verða í kennslu í 9.- 10.bekk:
Heimilisfræði, þrír hópar (HEI1A2,1B2 og 1C2)), sjálfsvörn-strákahópur (SFV1A1), forritun (FOR1A2), íþróttaval, tveir hópar (ÍÞR1A1,1B2), skólahreysti (SKÓ1A1), Zumba (ZUM1A1),  ævintýraval og leikskólaval -(ÆVI182 og LEK1A2), félagsmálafræði FÉL1A1, kvikmyndir og saga þeirra (KVI1A2), myndlist (MYN1A2), hagnýt þekking eftir útskrift (HÞÚ1A2 fyrir 10.bekk).

Einng eta nemendur í 9. og 10. bekk fengið metið nám/þjálfun utan skólans s.s. Skólahljómsveit Kópavogs og skipulagða íþróttaþjálfun undir leiðsögn viðurkennds þjálfara hjá íþróttafélögum.

Aðrir valhópar sem voru í boði voru felldir niður þar sem of fáir völdu þá hópa til að unnt væri að kenna þá.

Valtímabil vorannar byrjar mánudaginn 15. janúar.

Í vikunni 15. – 19. janúar geta nemendur óskað eftir endurskoðun á vali. Viðkomandi skrá sínar óskir á lista hjá ritara. Þess ber þó að geta að það eru takmarkaðir möguleikar á að breyta valinu.