Göngum í skólann

Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann var formlega sett í morgun (8.september) í Fagralundi í Kópavogi af Ögmundi Jónassyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður skólanefndar Kópavogsbæjar, flutti ávarp við setninguna, sem og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. 
Meginmarkmiðið er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga eða hjóla í og úr skólanum.

Þetta er í fjórða sinn sem Ísland tekur þátt í umræddu verkefni. Það á sér langa sögu og hefur þátttakan aukist ár frá ári. Börn í fímmtíu löndum taka þátt að þessu sinni og alls 45 skólar á Íslandi hafa skráð sig til leiks í ár.

Verkefnið stendur til 6. október. Á þeim tíma verða skólabörn meðal annars frædd um ávinning reglulegrar hreyfingar. Einnig verður fjallað um öruggan ferðamáta, umhverfismál og fjölmargt fleira.

Þeir sem að verkefninu standa hér á landi eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

Sérstök vefsíða um verkefnið hefur verið sett upp og má nálgast hana hér og einnig má smella á tengil á forsíðu vefsins. 

 

 

 

 

 

Posted in Eldri fréttir.