Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta

Viðbrögð við jarðskjálfta – Innandyra

Eftirfarandi áætlun er sótt á vef almannavarna ríkisins:

Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reynið frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu kodda til að verja höfuðið. Ef það verður jarðskjálfti hafið þá eftirfarandi í huga:

Húsgögn

Varist húsgögn sem geta hreyfst úr stað.

Innihald skápa

Varist hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.

Ofnar og kynditæki

Haldið ykkur fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.

Lyftur

Notið ekki lyftur og látið fara yfir þær eftir að jarðskjálfti hefur orðið þar sem lyftur skekkjast oft í jarðskjálfta.

Rúðbrot

Varist stórar rúður sem geta brotnað.

Byggingarhlutar

Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Haldi ykkur fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingahlutum.

Gott er að setja á minnið orðaröðina: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA

Gæta þess að verða ekki fyrir hlutum sem kunna að falla, með því m.a. að:

Á vef almannavarna er fræðslukynning fyrir nemendur grunnskóla, sjá: http://www.almannavarnir.is/upload/files/Vidbrogd_vid_jardskjalfta_1%20%282%29_taka_tvo.pdf