Nýjustu fréttir

Upplestrarkeppnin hafin í Álfhólsskóla
Í dag var Stóra upplestrarkeppni Álfhólsskóla haldin á sal skólans. Tíu krakkar úr 7. bekk kepptu til úrslita og 4 voru valdir til frekari æfinga. Af þeim verða tveir valdir sem aðalmenn og tveir sem varamenn þegar líður að Stóru upplestrarkeppninni […]

Álfhólsskóli Íslandsmeistari
Álfhólsskóli fór með sigur af hólmi í Íslandsmóti barnaskólasveita um helgina en 49 sveitir tóku þátt í mótinu, sem er næstmesta þátttaka frá upphafi. Þrátt fyrir það vantaði nokkrar sveitir og komst sveit Brekkuskóla frá Akureyri ekki á mótsstað sökum mikillar ófærðar. Fyrirfram […]

Mottumars í Álfhólsskóla
Á Mottudeginum létum við ímyndunaraflið ráða för og skörtuðum öllum mögulegum karlmennskutáknum. Mottan var til staðar hjá nemendum og starfsfólki til að minna á stuðning við rannsóknir á krabbameini hjá karlmönnum.

Öskudagurinn í Álfhólsskóla
Nemendur og starfsfólk skólans tóku virkan þátt í Öskudagsgleðinni. Í Digranesi slógu yngri nemendur köttinn úr tunnunni, miðstigið fjölmennti í íþróttahúsið þar sem Kasper, Jesper og Jónatan héldu uppi fjörinu í leikjum og þrautum. Unglingastigið var í Hjalla með furðuleika þar […]

Lesskilningshjól í 4.bekk Álfhólsskóla
Mikil ánægja hjá 4. bekk sem fékk gefins Lesskilningshjól sem er frábært tæki til að auka lesskilning.

Skapandi tónlistarmiðlun í 6. bekk Álfhólsskóla
Nemendur í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands hafa unnið með 6. bekkingum Álfhólsskóla í tvo daga. Komu þau fyrst í heimsókn í síðustu viku og fengu að vita hvaða lög krakkarnir hafa verið að hlusta á og fóru með það í farteskinu […]