Nýjustu fréttir
Búrfellsgjá heillar 8. og 9. bekkinga Álfhólsskóla
Nemendur 8. – 9. bekkja Álfhólsskóla fóru í göngu í Búrfellsgjá í Heiðmörkinni. Hressandi ganga í flottu umhverfi og allir heillaðir af náttúrunni. Hér eru myndir úr ferðinni.
Landnámsdagur 5. bekkjar í Álfhólsskóla
Landnámsdagur 5. bekkja var haldinn 30.05.2014. Hátíðin hófst með skrúðgöngu með viðkomu í Digranesi. Reiðmenn á hestum fóru í broddi fylkingar. Landnámsmennirnir voru í skrúða og vopnaðir sverðum. Sverðdans var sýndur á skólalóð Álfhólsskóla – Digranes. Haldið var áfram niður í […]
“ Það á að segja frá „- stýrihópur „Saman í sátt“
Stýrihópur „Saman í sátt“ var með fund fyrir nemendafulltrúana í „Saman í sátt“ Svokallaða SÍS fulltrúa. Alls voru þetta 52 nemendur úr 2.-10.bekk. Þeim var þakkað fyrir þetta starf í þágu skólans sem við teljum mjög mikilvægt! Elín talaði fyrst við þau þar […]
Hestamennska – valgrein í Álfhólsskóla
Hestamennska var ein af valgreinum sem boðið var uppá fyrir nemendur í 9.- 10. bekk. Þessi valgrein gekk út á að nemendur fengu að kynnast hestamennsku af eigin raun og upplifa hvernig er að eiga hest. Í upphafi var byrjað á bóklegum […]
Prófdagar á unglingastigi
Prófdagar fyrir unglingastig vorið 2014 Prófdagar pdf. 9. og 10. bekkur 8. bekkur Fimmtudagur 22.maí Danska kl. 8:30 kl. 11:00 Föstudagur 23.maí Enska kl. 8:30 kl. 11:00 Mánudagur 26.maí Íslenska kl. 8:30 kl. 11:00 Þriðjudagur 27.maí Stærðfræði kl. 8:30 kl. 11:00 Nemendur […]
Stefnumótunarfundur í Álfhólsskóla
Miðvikudagskvöldið 14. maí voru foreldrar og starfsmenn boðaðir til stefnumótunarfundar í Álfhólsskóla. Fundurinn hófst kl. 17.00 og stóð til kl. 20.00 og var boðið upp á léttan kvöldverð. Viðfangsefni fundarins var að skoða lykilhæfniþættina í nýju námskránni, meta stöðuna og ræða […]