Nýjustu fréttir
Vorhátíð Álfhólsskóla 5 ára
Hér er auglýsingin í fréttabréfaformi (pdf)
Vordagar 6. bekkja
Á vordögum tókust 6. bekkir ferð á hendur og héldu í Reykholt og heimsóttu slóðir stórskáldsins og höfðingjans Snorra Sturlusonar. Nemendur fengu fróðlegan fyrirlestur hjá Séra Geir Waage í Snorrastofu og kirkjunni um líf fólks á miðöldum. Veðrið var frekar rysjótt […]
Landnámshátíð á Víghól
Landnámshátíð 5. bekkja Álfhólsskóla var haldin föstudaginn 29. maí á Víghól. Byrjað var á því að fara í skrúðgöngu frá Álfhólsskóla Hjalla í Digranes með víkinga á hestum í fararbroddi. Dansaður var sverðdans við undirspil Skálmaldar fyrir nemendur í Digranesi. Gengið […]
Krakkakór Álfhólsskóla á afmælishátíð Kópavogs.
Krakkakór Álfhólsskóla (kór 3. og 4. bekkjar) skemmti sér og öðrum vel á frábærri afmælishátíð Kópavogs í tilefni 60 ára afmælis bæjarins í Kórnum sunnudaginn 10. maí. Dagskráin var stútfull af frábærum listamönnum og þar voru saman komnir barnakórar flestra skóla […]
Foreldrafélagið 5 ára – aðalfundur
Á aðalfundi FFÁ 12. maí 2015 voru 5 ár liðin frá stofnun foreldrafélags við Álfhólsskóla. Af því tilefni var bökuð forláta afmælisterta sem gestir gæddu sér á eftir að fínum aðalfundi lauk. Kristín Andrea Einarsdóttir var kjörin nýr formaður FFÁ til […]
Kópavogur 60 ára
Nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla héldu uppá 60 ára afmæli Kópavogsbæjar þann 11. maí 2015. Afmælisterta var í boði og fengu sér allir sneið og kalda mjólk með. Afmælissöngur sunginn til heiðurs afmælisbarninu og gleði skein úr hverju andliti. Hér eru nokkrar […]