Nýjustu fréttir

Skipulagsdagur í Álfhólsskóla 17. janúar.
Ágætu foreldrar, Miðvikudaginn 17. janúar 2018 er skipulagsdagur kennara. Öll kennsla fellur niður þann dag en Dægradvölin er opin frá kl. 8:10 fyrir nemendur úr 1. – 4. bekk sem þar eru skráðir. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 18. janúar. […]
Janúardagskrá Pegasus
Hér er janúardagskrá Pegasus. Nýársballið 12.jan er haldið í Pegasus og er þetta sameiginlegt ball allra félagsmiðstöðva í Kópavogi, kostar 1000 kr. inn og er frá 20:00-22:45! Með kveðju frá starfsfólki

Jólafrí
Jólafrí nemenda hefst á hádegi miðvikudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám miðvikudaginn 3. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum viðskiptavinum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Ný heimasíða
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að setja upp nýja heimasíðu fyrir Álfhólsskóla. Við hönnun síðunnar var lögð áhersla á að hún væri einföld í uppbyggingu og væri snjalltækjavæn. Á næstu vikum verður áfram unnið að uppfærslum á efni og […]

Jólahlaðborð Álfhólsskóla
Föstudaginn 15. desember er öllum nemendum og starfsmönnum Álfhólsskóla boðið á jólahlaðborð í hádeginu. Jólahlaðborðið sem er hið glæsilegasta er útbúið að Konna kokki, Fjólu og öðrum starfsmönnum í mötuneytum skólans.

Kærleikskaffihús Álfhólsskóla
Kaffihús fullt af kærleika og hátíðleika er starfsrækt núna á aðventunni í Álfhólsskóla. Vinabekkir koma saman og borða vöfflur með rjóma og drekka kakó með. Lesin er jólasaga og sungnir jólasöngvar. Mikil ánægja er með kaffihúsið og allir fara með gleði […]